Algjörlega ósammála

Þegar lántakendur "gengislána" VÖLDU að taka áhættuna og um leið fá afraksturinn ef vel gengi í formi lægri kostanðar, voru vextir viðkomandi mynta notaðir.

Þegar áhættunni er kippt í burtu (gengisáhætta í þessu tilviki) er ALGJÖRLEGA óásættanlegt að lántakendur "gengislána" fái að nota vexti viðkomandi mynta áfram.

Eina lógíska svarið er að nota vexti núverandi myntar, þ.e ísl krónunnar.

Svabbi


mbl.is Samningar skuli standa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

Eftir að hafa lesið yfir dómana, og síðan lög gefin út um þessi málefni á alþingi er ég ekki í nokkrum vafa um það að það eina sem löglegt er að gera er að láta það sem eftir stendur af samningunum standa með þeirri hlutfallstölu sem um getur í samningnum, aðrar hlutfallstölur eru með öllu ólöglegar nema þegar kemur að endurgreiðslu fyrirtækjanna til fólks sem hefur ofgreitt, þá ber þeim að greiða skv hlutfallstölum gefnum út af seðlabankanum.

Öll tenging við aðrar vísitölur eru einnig ólöglegar það er skýrt, fólk sem hefur misst bíla sína í hendur fyrirtækjanna á rétt á endurgreiðslu með vöxtum skv seðlabankanum og dráttarvöxtum í einhverjum tilfella.

Margir eiga einnig rétt á þvi að fá ökutæki sín aftur þar sem þeir hafa í raun klárað að greiða fyrir þau, skv nýföllnum dómi en voru samt tekin af þeim vegna þess að gengistryggingin gerði það að verkum að lánin voru há, þessir aðilar eiga að fá bíla sína til baka eða fullt verð fyrir þá endurgreitt, ásamt skaðabótum vegna ólöglegrar sviptingar farartækis, vinnuvélar eða annars sem tekið var.

Vörslusviptingarfyrirtækjunum ber skv lögum að hafa áritaða heimild frá sýslumanni um vörslusviptingu, sé það ekki til staðar er þeim óheimilt að taka hlutina, þessu hefur verið verulega ábótavant og er aðgerðarleysi lögreglu ( já eða aðgerðum gegn skuldurum ) og dómsmálráðherra í þessu hrein vanræksla og lögbrot. ( þessa aðila ætti að kæra tafarlaust )

Þar sem menn hafa m.a. misst störf sín og lífsviðurværi vegna aðgerða þessara aðila sem nú hafa komið í ljós að eru ólögleg má ætla að skaðabótaskilda þeirra sé margfalt meiri en í mörgum tilfellum nemur virði ökutækisins eða vinnuvélarinnar sem tekin var. Í þeim tilfellum sem rekja má sjálfsvíg til þessara aðgerða ætti einnig að sækja skaðabætur en í lögum eru til upphæðir sem greiða á fyrir manndráp eða manndráp af gáleysi.

Steinar Immanúel Sörensson, 19.6.2010 kl. 16:14

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Góð athugasemd hjá þér Steinar, algerlega sammála!!

Gunnar Heiðarsson, 19.6.2010 kl. 20:15

3 identicon

Vandinn Svabbi er fólginn í því að erlend mynt skipti aldrei um hendur. Lánþegar fengu afhendar íslenskar krónur og greiddu til baka íslenskar krónur, uppreiknaðar í samræmi við gengi erlendra mynta á gjalddaga.

Samkvæmt úrskurði hæstaréttar var ekki fundið að vöxtunum, ekki var fundið að samningstímanum, upphæðunum, eða yfirhöfuð neinu öðru en tengingunni við gengi erlendra gjaldmiðla. Það er ekki eins og fólk eigi ekki að greiða lánin sín, það munu allir gera á endanum. Hinsvegar virðist gæta einhverskonar öfund í garð þeirra sem líklega fá nú leiðréttingu höfuðstóls í samræmi við gildandi lög. Vísitölutrygging íslenskra lána er ekki ólögleg (því miður), gengistrygging er ólögleg.

Georg Friðriksson (IP-tala skráð) 20.6.2010 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Svabbi

Höfundur

Svabbi
Svabbi
Höfundur er áhugamaður um uppbyggileg stjórnmál en reiður ábyrgðarmönnum Hrunsins.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband